Undan vetri

Jæja gott fólk. Þessi bloggsíða er eiginlega dauð. Ég hef ekki haft orku né nennu til að halda henni við. Og nú er spurningin hvort ég eigi yfirhöfuð að halda áfram.

Það er voða gott að eiga svona síðu. Gaman væri að skrifa eitthvað reglulega og geta svo flett því upp síðar meir, sem banka minninganna, upprifjun, ogsavidere. Ég kíki stundum á blogcentral síðuna mína og rifja upp ýmislegt sem annars væri gleymt. Það er ómetanlegt að eiga slíkt.

En veturinn hefur verið erfiður. Mamma dó. Það hefur verið mikið álag í vinnunni. Streita, vöðvabólga, algjört rugl í mataræðinu. Samhliða þessu þjáðist ég af því sem ég vil kalla strúts-syndróminu. Vildi bara grafa hausinn í sandinn og gleyma þessu öllu (en gerði samt ekki).

mynd af www.drpaulose.com

Öllum emailunum sem ég þurfti að lesa og svara. Öllu sem þurfti að skipuleggja. Verkefnum og ritgerðum… listinn heldur áfram. Svei mér þá ef ég var bara ekki smávegis þunglynd líka! Ég lét þetta samt ekki ná yfirhöndinni, sem betur fer. Ég er af Ströndunum. Við gefumst ekki upp þar!

Ég er búin að vera að reyna að taka aðeins til í mataræðinu, drekka meira vatn, hreyfa mig eitthvað á hverjum degi. Glöggir Fésbókarvinir mínir sáu markmiðalistann minn sem ég setti upp á vegg hjá mér og póstaði svo til að veita sjálfri mér aðhald:

Mér hefur tekist að mestu leyti að halda mig við þessi markmið. Hef bara einu sinni nartað eitthvað að kvöldi. Fékk mér einu sinni (eða kannski tvisvar) smá nammibita (og svindlaði þar af leiðandi big-time – en er samt mikil breyting til batnaðar). Hef drukkið mikið vatn flesta daga. Hef hreyft mig á hverjum degi. Jamm. Nú ætti ég víst að skrönglast til að bæta fleiri markmiðum á blessaðan listann. Hvað ætti það að vera… út með hvítan sykur?

Annars eldaði ég alveg hreint frábæra súpu í kvöld. Gulróta- og sætkartöflusúpu sem má finna uppskrift að hér: http://astakristins.blogspot.com/2012/08/gulrotar-og-stkartoflusupa.html Hún er mjög ljúffeng og aldeilis ljómandi gott að setja smá gríska jógúrt útí, hún er það sterk með öllu þessu engiferi og chillipipar. Hreinasta hollusta!

Já, vorið er komið með fögur fyrirheit, og mér er blásinn eldmóður í brjóst við þá tilhugsun eina að losna undan vetrarsleninu sem hefur legið yfir mér allt of lengi. Ég er að koma undan vetri. Og get ekki beðið eftir sumrinu.

mynd af holmavik.123.is

One thought on “Undan vetri

 1. Vúhúúúúú ég er fyrst til að skrifa við upprisuna (nema einhver sé að skrifa samtímis og hefur styttra komment)

  Gaman að sjá skrif hér aftur elsku svilkona. Dáist að þér fyrir að ná því að auka vatnsdrykkju. Ég á nefnilega alveg ótrúlega erfitt með það. Markmiðið mitt var að drekka einn brúsa fyrir hádegi og einn eftir hádegi. Mér hefur ekki tekist það enn því ég er svo hroðaleg í að gleyma mér. EN ég SKAL ná því í sumar.

  Þú ert nagli dásemdin mín en mundu að það er líka alveg í lagi að vera lítill annað slagið. Það kallast að vera mennskur.

  Dýrka þig og dáist að þér big time

  Þín svilkona,
  Tína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>