Lasagna

Anna mágkona sendi mér sms og bað mig um uppskriftina að lasagna sem hún fékk hjá mér um daginn. Ég ákvað því bara að skella uppskriftinni inn hér ef einhver annar hefði gagn af.

Lasagna Ingibjargar

 500 grömm hakk, má vera nautahakk, blandað hakk, ærhakk…

1 dós heilir tómatar

1 laukur, saxaður smátt

½ kúrbítur, skorinn í bita (má sleppa, eða hafa eitthvað annað grænmeti eftir smekk)

3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

1-1  ½ msk tómatpaste

½ dós vatn (í dós undan tómötum)

2 tsk oregano, þurrkað

2-3 tsk basil, þurrkað eða frosið í pökkum sem hafa fengist í Hagkaupum

1 lárviðarlauf

Pipar, nýmalaður

u.þ.b. 1 tsk salt

½ tsk sykur

Olía til steikingar

Rúmlega ½ stór dós af kotasælu

Gratínostur/rifinn ostur

Lasagnaplötur

Grænmetið er steikt á pönnu í nokkrar mínútur við vægan hita. Síðan hækka hita, setja hakk útí og brúna – hræra þar til það hefur allt tekið lit. Þá er tómötum hrært útí ásamt vatni, gott er að stappa tómatana með kartöflustappara eða gaffli.

Bætið svo við tómatpaste, kryddum og sykri, og látið þetta malla með lokið á pönnunni /pottinum í a.m.k. 15 mínútur. Lárviðarlaufið er svo veitt upp úr áður en lasagnað er gert tilbúið í ofninn.

Best er að nota ferkantað ofnfat. Fyrst er sett þunnt lag af kjötsósu, svo lasagnaplötur þar ofan á, síðan kotasæla og kjötsósa yfir hana, svo lasagnaplötur og kjötsósa efst. Osti stráð yfir.

Bakað við 180-190 gráður eða þar til osturinn er gullinn og stökkur og rétturinn fulleldaður.

Gott er að borða þennan rétt með salati og hvítlauksbrauði.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>