Anna Funder

Ég fór á aldeilis áhugaverðan atburð í hádeginu í dag, en þá kom ástralski rithöfundurinn Anna Funder, í boði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, hingað í HÍ og talaði um bækur sínar Stasiland og All That I Am. Ég hef að vísu ekki lesið þær enn, en er nýbyrjuð á þeirri seinni og líst vel á.

Því miður hafði Anna Funder tafist á leiðinni og því varð fyrirlesturinn/spjallið styttra en ella, en hin mjög svo fræðandi og áhugaverða umfjöllun hennar um það sem liggur að baki bókinni Stasiland, sem og nokkru styttra spjall um nýjustu bókina All That I Am, vakti áhuga minn á að skyggnast betur inní þýska sögu og sérstaklega þá sem snýr að austur-Þýskalandi og lífinu þar áður en Berlínarmúrinn féll. Ég man enn vel eftir því þegar ég heimsótti austur-þýska vinkonu mína í Leipzig árið 1998; borgin bar greinileg merki fyrri erfiðleika, en það voru líka jákvæð merki um uppbyggingu (skv. Wikipedia – heimild sem ég á helst ekki að nota en geri samt – hefur borgin tekið miklum breytingum og var árið 2010 valin ein af 10 áhugaverðustu borgum heims af New York Times).

All That I Am, sem ég er að lesa, er hins vegar ekki um austur-Þýskaland, heldur gerist á tímum nasismans í Þýskalandi og fjallar um fólk sem flúði landið þegar Hitler komst til valda. Hún er því söguleg skáldsaga, en það er einmitt ástæðan fyrir því að ég pikkaði hana upp ásamt fleiri bókum á Gatwick flugvelli í vor og keypti.

Ég var sem betur fer svo vitur að taka með mér þessa bók og fékk eiginhandaráritun hjá Funder í lokin. Hlakka til að hafa nógan tíma til að klára að lesa hana, og verð að muna eftir að festa kaup á Stasiland við tækifæri.

Langaði til að deila þessu með ykkur.

Kveðjur, Ingibjörg

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>