Frábær helgi og fín líðan

Halló öllsömul.

Þá er sumarið að verða liðið og ég hef ekkert skrifað hér síðan í vor. En í dag langar mig að setja inn smá færslu, mun jákvæðari en þá síðustu, sem var frekar niðurdrepandi. Nú er að byrja ný önn í skólanum og ég hlakka til hennar þó að það verði nóg að gera: kenni tvö námskeið, annað þeirra nýtt, og sit sjálf á einu námskeiði í kennslufræði háskóla.

Sjálf hef ég, eins og hefur komið fram á Facebook, verið að taka sjálfa mig aðeins i gegn varðandi mataræði og hreyfingu. Og ég verð að segja að mér líður miklu betur en í vor :). Ég forðast brauð og viðbættan sykur og hreyfi mig á hverjum degi, en það eru samt engin boð og bönn heldur; þar af leiðandi fékk ég mér góðar kökur í fimmtugsafmæli Hönnu mágkonu á síðustu helgi – sjá veisluborðið hér:

IMG_6924

Girnó!

Annars er þessi helgi búin að vera alveg hreint ljómandi fín. Fyrir hádegið í gær fór ég með Davíð Inga á Gróttudaginn, þar sem hann spilaði fótbolta með öðrum iðkendum við gestalið. Hér er flotti fótboltastrákurinn minn til í slaginn:

IMG_6931

Á meðan ég var að bíða eftir að fótboltinn byrjaði fór ég í göngutúr og ákvað svo að prófa að fá mér kaffi hjá Systrasamlaginu, sem er rétt hjá sundlauginni. Kaffið var sérlega gott og líka gaman að spjalla um hollan mat og millimál við konuna sem afgreiddi mig :) . Ég fletti í uppskriftabók eftir Gwyneth Paltrow meðan ég drakk lattéinn og hafði gaman af.

Við fórum svo í sund í Mosó eftir hádegið og keyrðum að því búnu upp á Akranes til pabba; borðuðum hjá honum hamborgara í kvöldmatinn með bestu lyst. Eftir matinn var heilög stund yfir Merlín (Davíð Ingi er sjúkur í þættina) og svo lögðum við af stað heim en með smá stoppi hjá Samma bró og Önnu mágkonu – sem ég færði síðbúna afmælisgjöf (hún varð fimmtug í júní). Þar var auðvitað skellt kræsingum á borð fyrir okkur og ég þáði þetta fína ZinZino kaffi :). Við sátum þar dágóða stund við spjall og kósíheit og Jóhanna – sem hafði vaknað kortér í sjö í gærmorgun – sofnaði á stólnum við hliðina á mér, liggjandi með höfuðið á lærinu á mér. Hún var alveg uppgefin greyið. Við vorum svo ekki komin heim fyrr en að ganga tólf, og börnin voru að sjálfsögðu drifin beint í rúmið.

Í morgun fékk ég að sofa út (það er, leggja mig aftur eftir að Jóhanna vakti okkur með geðvonsku og látum – það er ekkert grín hvernig hún er í skapinu stundum) og eftir rólegheit hér heima fór ég í langan göngutúr í hellirigningu. Var orðin ansi blaut þegar heim var komið en það var bara hressandi! Jóhanna var með fjórar vinkonur í heimsókn og var mikið fjör hjá þeim, en Davíð fór til vina sinna. Ég gerði ýmiskonar góðgæti með kaffinu í dag, góðgæti sem er samt ekki slæmt fyrir samviskuna. Gróft speltbrauð og kornflekskaka í hollari kantinum vöktu lukku hjá Jóhönnu og vinkonum hennar (sem voru orðnar tvær þegar þarna var komið) og allir voru hæstánægðir með veitingarnar:

IMG_6938

IMG_6940Nammi! Og það sem er best – ekkert samviskubit :) !

Annað sem er í fréttum er að Jóhanna er búin að fá nýtt rúm sem við gátum gengið endanlega frá nú um helgina. Hún er að sjálfsögðu himinsæl með það – lág koja með græjum til að búa til hús undir, og er hér hin glaðasta við nýja svefnstaðinn:

IMG_6935

Sjáið hvað það er allt í röð og reglu þarna. Það er ekki hægt að segja að svo hafi verið eftir leikinn við vinkonurnar. Ég skipaði þeim að hjálpast að við að taka til áður en stelpurnar fóru. Lausnin var einföld í þeirra huga: setja allt draslið undir rúmið á bak við tjöldin sem þarna sjást! Out of sight, out of mind. Nema að mamma gamla var ekki mjög hrifin þegar kíkt var bak við ;).

Nú er komið kvöld (þó ég hafi byrjað á þessari færslu seinni partinn) og ég þarf að fara að vinna aðeins að kennsluundirbúningi. Kenni á morgun fyrsta tímann í framhaldsnámskeiði um Túdor fjölskylduna eins og henni eru gerð skil í 21. aldar kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og skáldsögum. Spennandi.

Enda þessa færslu á mynd af kvöldmatnum áður en hann fór í ofninn, eða kjúklingi og með’onum, allt í einu fati. Hafiði annars tekið eftir því hvað þetta blogg fjallar mikið um mat? En það er – að mestu leyti – um mat sem er góður fyrir mann, nota bene. Mér finnst ég vera endurfædd af þessum nýju áherslum í mataræði, þannig að það er örugglega satt sem sagt er, að rétti maturinn er lykill að góðri heilsu og andlegu jafnvægi.

IMG_6941

Bið að heilsa í bili og vonandi skrifa ég eitthvað hér fljótlega aftur.

 

Undan vetri

Jæja gott fólk. Þessi bloggsíða er eiginlega dauð. Ég hef ekki haft orku né nennu til að halda henni við. Og nú er spurningin hvort ég eigi yfirhöfuð að halda áfram.

Það er voða gott að eiga svona síðu. Gaman væri að skrifa eitthvað reglulega og geta svo flett því upp síðar meir, sem banka minninganna, upprifjun, ogsavidere. Ég kíki stundum á blogcentral síðuna mína og rifja upp ýmislegt sem annars væri gleymt. Það er ómetanlegt að eiga slíkt.

En veturinn hefur verið erfiður. Mamma dó. Það hefur verið mikið álag í vinnunni. Streita, vöðvabólga, algjört rugl í mataræðinu. Samhliða þessu þjáðist ég af því sem ég vil kalla strúts-syndróminu. Vildi bara grafa hausinn í sandinn og gleyma þessu öllu (en gerði samt ekki).

mynd af www.drpaulose.com

Öllum emailunum sem ég þurfti að lesa og svara. Öllu sem þurfti að skipuleggja. Verkefnum og ritgerðum… listinn heldur áfram. Svei mér þá ef ég var bara ekki smávegis þunglynd líka! Ég lét þetta samt ekki ná yfirhöndinni, sem betur fer. Ég er af Ströndunum. Við gefumst ekki upp þar!

Ég er búin að vera að reyna að taka aðeins til í mataræðinu, drekka meira vatn, hreyfa mig eitthvað á hverjum degi. Glöggir Fésbókarvinir mínir sáu markmiðalistann minn sem ég setti upp á vegg hjá mér og póstaði svo til að veita sjálfri mér aðhald:

Mér hefur tekist að mestu leyti að halda mig við þessi markmið. Hef bara einu sinni nartað eitthvað að kvöldi. Fékk mér einu sinni (eða kannski tvisvar) smá nammibita (og svindlaði þar af leiðandi big-time – en er samt mikil breyting til batnaðar). Hef drukkið mikið vatn flesta daga. Hef hreyft mig á hverjum degi. Jamm. Nú ætti ég víst að skrönglast til að bæta fleiri markmiðum á blessaðan listann. Hvað ætti það að vera… út með hvítan sykur?

Annars eldaði ég alveg hreint frábæra súpu í kvöld. Gulróta- og sætkartöflusúpu sem má finna uppskrift að hér: http://astakristins.blogspot.com/2012/08/gulrotar-og-stkartoflusupa.html Hún er mjög ljúffeng og aldeilis ljómandi gott að setja smá gríska jógúrt útí, hún er það sterk með öllu þessu engiferi og chillipipar. Hreinasta hollusta!

Já, vorið er komið með fögur fyrirheit, og mér er blásinn eldmóður í brjóst við þá tilhugsun eina að losna undan vetrarsleninu sem hefur legið yfir mér allt of lengi. Ég er að koma undan vetri. Og get ekki beðið eftir sumrinu.

mynd af holmavik.123.is

Lasagna

Anna mágkona sendi mér sms og bað mig um uppskriftina að lasagna sem hún fékk hjá mér um daginn. Ég ákvað því bara að skella uppskriftinni inn hér ef einhver annar hefði gagn af.

Lasagna Ingibjargar

 500 grömm hakk, má vera nautahakk, blandað hakk, ærhakk…

1 dós heilir tómatar

1 laukur, saxaður smátt

½ kúrbítur, skorinn í bita (má sleppa, eða hafa eitthvað annað grænmeti eftir smekk)

3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

1-1  ½ msk tómatpaste

½ dós vatn (í dós undan tómötum)

2 tsk oregano, þurrkað

2-3 tsk basil, þurrkað eða frosið í pökkum sem hafa fengist í Hagkaupum

1 lárviðarlauf

Pipar, nýmalaður

u.þ.b. 1 tsk salt

½ tsk sykur

Olía til steikingar

Rúmlega ½ stór dós af kotasælu

Gratínostur/rifinn ostur

Lasagnaplötur

Grænmetið er steikt á pönnu í nokkrar mínútur við vægan hita. Síðan hækka hita, setja hakk útí og brúna – hræra þar til það hefur allt tekið lit. Þá er tómötum hrært útí ásamt vatni, gott er að stappa tómatana með kartöflustappara eða gaffli.

Bætið svo við tómatpaste, kryddum og sykri, og látið þetta malla með lokið á pönnunni /pottinum í a.m.k. 15 mínútur. Lárviðarlaufið er svo veitt upp úr áður en lasagnað er gert tilbúið í ofninn.

Best er að nota ferkantað ofnfat. Fyrst er sett þunnt lag af kjötsósu, svo lasagnaplötur þar ofan á, síðan kotasæla og kjötsósa yfir hana, svo lasagnaplötur og kjötsósa efst. Osti stráð yfir.

Bakað við 180-190 gráður eða þar til osturinn er gullinn og stökkur og rétturinn fulleldaður.

Gott er að borða þennan rétt með salati og hvítlauksbrauði.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Síðasta skiptið

Við vorum búnar að labba saman um ganginn; ég leiddi þig og þú gekkst hægum, stuttum, þróttlitlum skrefum. Ég talaði og þú sagðir stundum já. Þú varst ennþá nokkuð hnarreist, horfðir fram. Það var eins og röddin mín og orðin mín bergmáluðu til baka í þessu jái. Augnaráðið þitt tómt, dauflegt, án lífsins og gleðinnar sem var þar einu sinni alltaf. Mig langaði svo að segja þér af öllu sem var að brjótast um í mér, af hversdagsvandamálunum, sigrum og ósigrum í vinnunni og heima, stressi og barnastússi, fá ráðleggingar og hlutdeild til baka, eins og alltaf áður en óminnisvofan kom, þegar þú varst mín stoð og stytta og við töluðum saman löngum stundum í símann.

Við settumst í hornið við gluggann, hún Jóhanna hjá þér og ég á móti ykkur. Jóhanna strauk þér og kyssti, eins og þér fannst svo gott. Börnin náðu best til þín af öllum þegar leið að lokum.

Ég setti á tónlist; falleg lög hljómuðu, eitt þeirra dró fram ofurlítið bros. Þú kunnir enn fullt af lögum; voru þau neðst í geymslu hugans, þar sem gráa þokukennda höndin náði ekki til? Við sátum og horfðum á hvora aðra; þá sagðirðu það, nafnið mitt, í fyrsta skipti í langan tíma. Í gegnum tónlistina heyrði ég það: “þetta er gott sæti fyrir þig Ingibjörg.”  Ég brosti til þín, reyndi með því og augnaráðinu að koma öllu því til skila sem ég gat ekki sagt. Og þú ljómaðir; við sátum og horfðum hvor á aðra, skælbrosandi framan í hvora aðra, og augun þín ljómuðu, það var ljós í þeim, sól í brosinu þínu, þú varst aftur orðin sú mamma mín sem vissi nákvæmlega hver ég var og hvert okkar samband var. Brosið þitt var svo bjart og fullt af elsku, gleði og væntumþykju. Vofan gráa hafði vikið um stund, huluna hafði dregið frá.

Þetta var í síðasta skiptið sem þú sagðir nafnið mitt. Síðasta skiptið sem ég sá þig horfa fram fyrir þig, og beint í augun á mér, áður en þú misstir höfuðið niður, horfðir alltaf niður. Þetta var síðasta skiptið sem þú vissir fullkomlega hver ég var og hvernig við tengdumst, síðasta skiptið sem ég sá sólina í brosinu þínu, ljómann í augunum þínum. Aldrei aftur sá ég óminnisvofuna með sínar miskunnarlausu, köldu hendur, sleppa takinu á þér, örstutta stund, já aðeins augnablik.

Þetta var í síðasta skiptið.

 

More books and some news

Hi there!

Wednesday evenings are good; I often spend them watching TV or surfing the net, or both. Wednesday is the last teaching day of the week for me this term, which means I don’t have to spend the evening preparing or reading up on the material I’m teaching. I like it when everyone is gone to bed except for me, to be on my own, pottering about, reading or writing a blog, for instance. Now I’m listening to Cecilia Bartoli sing Vivaldi and decided to write something here. I’ve had an evening of telephone conversations also, with my dad and two of my brothers. My mother’s in a bad way, but I won’t go into that here; it would upset me. I was upset enough when I visited her last Sunday. Those of you who know what that’s all about will understand.

Driving in to work or taking the bus, walking somewhere, or even washing the dishes: all these are good for listening to audiobooks. I’ve managed to finish another book in just over a week now: Sarah Thornhill by Kate Grenville, an Australian writer. Some years back I read another of Grenville’s novels, The Secret River, which is a prequel to Sarah Thornhill (though they can also stand on their own). I did write about it on my old blog page but cannot for the life of me find the entry now.

Anyways, I quite like Sarah Thornhill and would recommend it, especially if you are interested in historical fiction that takes place in Australia. However, The Secret River is better so you should start with that.

Below is my Goodreads review of Sarah Thornhill. Hope you like it.

Having read the excellent prequel by Grenville, The Secret River, I was not exactly expecting a story like this one; a story which is for the greater part focused on a romance between the titular character and Jack Langland, half-white and half aborigine Australian. For a while I found myself wondering in what manner Grenville meant this story of childhood and teenage romance, then secret love-affair,to shed light on the tragedies and racial tensions underlying the colonial society of Australia. However, after the crisis and the heartache, when Sarah and Jack are forced to part (I say no more so as to avoid spoilers), the story begins to take a new direction. By doing so, its quality and appeal is enhanced (though I would say that being rather short compared to many novels of today is also a great plus).

Ultimately, Sarah Thornhill turns into a very interesting coming-of-age story that is also a serious exploration of the hidden legacy of Australia’s colonial past. Although I agree with those Goodreads reviewers who complain that Grenville could have made more out of the story of Rachel, Sarah’s mixed-blood niece, this episode in the novel is nevertheless a poignant statement on how easily a people’s identity can be erased and reinvented by the “other” (in this case the white colonialists), on how a person’s own native language can be silenced, and how the stripping away of identity and sense of belonging can prove utterly damaging. The overarching message is really how utterly wrong it is to inflict such damage, and how generations of white Australians – even if ignorant of the disturbing legacy of colonialists’ treatment of indigenous people – have been tainted by that deed.

Reading / listening

Hello all,

I’m aware I’ve been really bad at blogging… however, I’ve been doing some reading and listening to novels, and just now wrote a short review on Goodreads.com on a novel I finished tonight. I’ve copy-pasted it below; the review is on the novel The House at Riverton by the Australian novelist Kate Morton. I have not read much Australian fiction, but  not so long ago I read a book by another historical novelist, The Secret River by Kate Grenville, which I really enjoyed, And a couple of weeks ago I got a novel in the mail that I’m dying to read, it’s called The Raven’s Heart, written by Australian writer Jesse Blackadder, and set in Scotland during the reign of Mary Stuart.

So, I’m all for historical fiction by Australian women writers at the moment…

See below for my Goodreads review :).

 

My rating: 4 of 5 stars
I guess I would even give this novel 4 1/2 stars if possible, though it’s not without flaws. Overall, this is a very enjoyable read (or listen, as I had the audiobook) and – especially after you reach the last quarter of the novel – it is really difficult to stop reading /listening. You are hooked, and want to get to the bottom of things, i.e. what really happened by the lake. As for the novel’s other mystery (if one can call it that), that was fairly obvious from early on. This also makes for one of the flaws in Morton’s tale; how on earth could Grace not realise? It seems to me that her eyes are opened rather late, unconvincingly late, as to what is the answer to her personal “mystery” (I’m trying not to include spoilers here).

For a reader who is really interested in historical fiction, this novel’s portrayal of England in the Edwardian era seems quite realistic. Although Morton’s portrayal of some characters is rather stereotypical (another flaw), you get a great sense of the enormous awareness of class and codes of conduct. The novel’s portrayal of women’s position and to what a great extent this was changing after the first World War is also very interesting.

For those who are fans of the TV series Downton Abbey and Upstairs Downstairs (as well as novels like The Remains of the Day) this novel may perhaps ring too many bells, but this didn’t bother me except very briefly, while listening to the early chapters.

Anna Funder

Ég fór á aldeilis áhugaverðan atburð í hádeginu í dag, en þá kom ástralski rithöfundurinn Anna Funder, í boði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, hingað í HÍ og talaði um bækur sínar Stasiland og All That I Am. Ég hef að vísu ekki lesið þær enn, en er nýbyrjuð á þeirri seinni og líst vel á.

Því miður hafði Anna Funder tafist á leiðinni og því varð fyrirlesturinn/spjallið styttra en ella, en hin mjög svo fræðandi og áhugaverða umfjöllun hennar um það sem liggur að baki bókinni Stasiland, sem og nokkru styttra spjall um nýjustu bókina All That I Am, vakti áhuga minn á að skyggnast betur inní þýska sögu og sérstaklega þá sem snýr að austur-Þýskalandi og lífinu þar áður en Berlínarmúrinn féll. Ég man enn vel eftir því þegar ég heimsótti austur-þýska vinkonu mína í Leipzig árið 1998; borgin bar greinileg merki fyrri erfiðleika, en það voru líka jákvæð merki um uppbyggingu (skv. Wikipedia – heimild sem ég á helst ekki að nota en geri samt – hefur borgin tekið miklum breytingum og var árið 2010 valin ein af 10 áhugaverðustu borgum heims af New York Times).

All That I Am, sem ég er að lesa, er hins vegar ekki um austur-Þýskaland, heldur gerist á tímum nasismans í Þýskalandi og fjallar um fólk sem flúði landið þegar Hitler komst til valda. Hún er því söguleg skáldsaga, en það er einmitt ástæðan fyrir því að ég pikkaði hana upp ásamt fleiri bókum á Gatwick flugvelli í vor og keypti.

Ég var sem betur fer svo vitur að taka með mér þessa bók og fékk eiginhandaráritun hjá Funder í lokin. Hlakka til að hafa nógan tíma til að klára að lesa hana, og verð að muna eftir að festa kaup á Stasiland við tækifæri.

Langaði til að deila þessu með ykkur.

Kveðjur, Ingibjörg

 

Af sumarfríi, dýrðardögum í sveitinni og fleiru

Jæja, þetta er búið að vera alveg yndislegt sumar, veðrið leikið við okkur og blíða upp á nánast hvern einasta dag, en núna fer að síga á seinni hlutann. Ég hef ekkert skrifað hér af viti um sumarið nema þá lestur góðra bóka, og ætla að bæta aðeins úr því hér.

Nú, eins og gefur að skilja hefur mikið af sumrinu farið í flutninga; við fluttum úr Vogunum á Seltjarnarnesið næstsíðustu helgina í júní. Ég hefði svei mér þá viljað vera laus við allt stússið sem fylgir svona breytingum og geta notið frísins betur en ella, en ég er samt alveg himinlifandi yfir að vera flutt nær vinnunni og að búa núna frekar miðsvæðis. Ég var því miður ekki að fíla mig nógu vel í Vogunum og mun ekki sakna sjálfs staðarins mikið. En við kynntumst mörgu góðu fólki þar og höldum vonandi áfram sambandi við sem flesta.

Þrátt fyrir flutningana hefur margt skemmtilegt verið gert líka og við höfum alls ekki verið að flýta okkur að koma okkur fyrir, það er nú af og frá. Haldið ekki að það séu enn staflar af kössum sem sitja hér og bíða þess að tekið sé upp úr þeim, enn myndir sem þarf að hengja upp, enn göt sem þarf að bora í veggi, og allt þar fram eftir götunum? Sko alveg nóg! En snúum okkur að skemmtilegheitunum núna. Ég nenni ekki að hugsa um pappakassa.

Í júní var skemmtilegur hittingur hjá mömmu og pabba á Akranesi þar sem við systkinin komum öll saman ásamt foreldrum okkar og börnunum, grilluðum og borðuðum góðan mat. Hér koma nokkrar myndir:

 

Jóhanna með ömmu sinni

 

Frændsystkinin Ágúst Freyr og Jóhanna gæða sér á grilluðum sykurpúðum

 

Ég, mamma og hinn frábæri desert

20. júní vorum við boðin í afmælisveislu til Maríu Mínervu, sem varð níu ára þann dag, og tókst að koma því inn í frekar þétta dagskrá. Eins og venjulega klikkuðu ekki veitingarnar hjá Nönnu og Atla og við fórum úttroðin heim. Hér er afmælisbarnið, í gömlum kjól af mömmu sinni, svo sæt og fín:

Og hér er Davíð Ingi töffari:

Eins og venjulega náðu Jóhanna og Emilía, systir Maríu, vel saman og dunduðu hitt og þetta. Hér eru þær hressar í meira lagi:

Flottar – og bleikar – stelpurófur!

Að venju var mjög spennandi að fylgjast með þegar pakkarnir voru teknir upp:

Hvað skyldi leynast hér?

Þetta var semsagt stórfínt afmæli! Hér er svo ein góð af þeim mæðgum Maríu og Nönnu, sem eru, eins og glöggir lesendur sjá væntanlega, ansi líkar:

Fallegar mæðgur

Már var að vinna fram í miðjan júlí og keyrði á hverjum degi suður í Voga eftir að við fluttum (gaman gaman); Jóhanna var líka áfram á leikskólanum sínum þar suður frá þangað til hann lokaði fyrir sumarfrí, og fór því með pabba sínum suðureftir. Á meðan dunduðum við Davíð Ingi okkur við ýmislegt, og hann byrjaði að æfa fótbolta með Gróttu. Við könnuðum hverfið og höfðum það næs í blíðunni. Á kosningadaginn fórum við í pikknikk í Bakkagarði og krakkarnir skemmtu sér í aparólunni í bongóblíðu.

vúhú! ég er api!

Og ýmislegt fleira var brallað, svosem gönguferðir, sundferðir og kvöldferð út að Gróttu. Veðrið hélt áfram að leika við okkur, og við Davíð Ingi tókum nokkrar strætóferðir, í heimsókn til Guðnýjar Ástu, í vinnuna mína, til augnlæknis og fleira. Einn daginn skruppum við ásamt Jóhönnu alla leið til Árnýjar upp í Grafarholt með strætó. Það var mikil ævintýraferð fyrir börnin og tók sinn tíma en allt hafðist þetta að lokum.

Þegar Jóhanna kláraði svo leikskólann átti Már enn eftir viku af vinnunni. Ég tók mig því til og náði að dobbla pabba með okkur norður á Strandir. Við fórum til hans á Skagann og gistum eina nótt og keyrðum svo norður á jeppanum hans góða. Sveitin tók á móti okkur í blíðviðri, og þannig var það bara allan tímann sem við dvöldum þar. Börnin undu sér úti við leiki og vatnsburð úr Gilinu en bæjarlækurinn var nánast þurr. Við lentum að vísu í smá veseni fyrstu dagana, þar sem niðurfallið í húsinu stíflaðist daginn eftir að við komum (svo upp gaus ferleg fýla), og ég sjálf snéri mig illa á fæti (eða þannig leit það út fyrst). En úr báðum vandamálunum rættist ótrúlega vel, þar sem rotþróarkallarnir (sem vildi svo heppilega til að voru staddir í sveitinni að hreinsa rotþrær) redduðu stíflunni með risavaxinni ”ryksugu” sem ég hélt að myndi sjúga allt innan úr húsinu, og sjálf var ég orðin mikið betri í fætinum strax daginn eftir og gat sleppt heimagerðu hækjunni sem hann faðir minn hafði grafið upp fyrir mig. Dagarnir liðu hratt í sveitasælunni og það var sól og svo heitt að ég hef sjaldan upplifað slíkt á þessum slóðum. Einn daginn var svo gott veður að ég spreyjaði bara krakkana, sem voru á sundfötunum, með garðslöngunni, og svo þornuðu þau bara í sólinni! Sunnudaginn 15. júlí átti svo hann elskulegi pabbi minn afmæli og þá bakaði ég vöfflur, eplaköku og bananabrauð fyrir góða gesti sem komu þann daginn: Gunnsteinn, Maddý, Jón Unnar, Kristín, Gunnsteinn Hjalti (sem var góður leikfélagi fyrir Davíð Inga og öfugt), og Jensína vinkona mín í Bæ – sem hjálpaði mér að skálda uppskrift að eplaköku – með Bryndísi Þóru dóttur sína, sem lék sér heilmikið við Jóhönnu (þær eru jafngamlar). Um kvöldið var svo lambasteik með Gulla og fjölskyldu. Endalaust fjör á Steinstúni!

Hér kemur svo smá myndasyrpa:

Davíð á stéttinni á Steinstúni og rassinn á Jóhönnu í baksýn þar sem hún dundar sér í sandkassanum :)

Jóhanna og besti vinur hennar hann Lappi

Að vitja um net á sandinum. Jóhanna ekki enn búin að uppgötva að það er stuð að vaða berfætt í sjónum!

Strákur og hundur

Vaðið í sjónum í sumarblíðu

Svolítið ýkt bros! Jón, Kristín og Gunnsteinn Hjalti komu siglandi og spjölluðu við okkur, hér eru frændurnir saman.

Margt býr í sjónum…

Stuð á ströndinni

Afi og afastrákur spá í hvort von sé á veiði.
Reyndar veiddum við ekkert – sem olli Davíð Inga miklum vonbrigðum.

Gulli og Júlíana fóru á sjó og komu heim með skammtinn, og rúmlega það! Hann var ljúffengur þverskorni þorskurinn sem við suðum okkur svo í matinn :)

Jóhönnu líkaði það vel þegar ég bleytti hana alla með garðslöngunni í blíðviðrinu.

.. og Davíð Ingi setti sig í töffarastellingar með garðslönguna að vopni…

Eitt kvöldið lagði Jóhanna sig hjá Lappa fyrir svefninn. Lappi var sko langbestur!

Eitt kvöldið settist þokuhattur á Reykjaneshyrnuna. Það þýðir oftast að komin sé austanátt.

Á afmælisdaginn hans pabba kom Jón frændi með Gunnstein Hjalta á nýuppgerða traktornum sínum. Hér eru þeir Davíð og Gunnsteinn í stellingum við gripinn.

Svo fékk Davíð Ingi að sitja í smá hring….

… og Jóhanna líka.

Hér er afmælisbarnið hann faðir minn með Elsu Rut og Eddu; veislumatur, íslenskt lambalæri, á borðinu.

Restin af veislugestum, fyrir utan myndasmiðinn að sjálfsögðu!
Jóhanna, Júlíana, Gulli og Davíð Ingi.

Sætar frænkur!

Það kom alveg fyrir að afi nennti að bregða á leik, enda hefur hann haft gaman af því í gegnum tíðina.

Við fórum svo aftur suður þriðjudaginn 17. júlí eftir tæplega viku dvöl. Hvorugt barnanna vildi fara. Mikið er dýrmætt að eiga svona sveit þar sem hægt er að vera og una sér! Ég átta mig alltaf betur og betur á hvað ég er heppin – og þar að auki eigum við tvær sveitir til að fara í, því Már kemur líka úr sveit. Eintóm lukka!

Við tóku rólegir dagar á Seltjarnarnesi, með sundferðum, göngutúrum, hjólatúrum og fleiru tilfallandi. Við reyndum að halda áfram að koma okkur fyrir en það gekk hægt. Og einn daginn kom svo í ljós að hjá okkur var gestur sem var sko ekki velkominn! Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að upp hafði komið lús á leikskólanum hennar Jóhönnu en skilaboð þar um höfðu einhvernveginn farið fyrir ofan garð og neðan hjá okkur! Þannig að þessi kvikindi höfðu alveg sæmilegt næði til að hreiðra um sig og breiða úr sér á fleiri fjölskyldumeðlimum. Af einhverjum ástæðum slapp Már þó við þessa óáran. Skyldi það vera vegna þess að hann er mjög snöggklipptur, og þar að auki með há kollvik og vísir að skalla – sem allt gerir hann auðvitað enn myndarlegri en ella? Hvernig sem það nú er, þá var þetta algjörlega ömurlegt. Um mitt sumar, í sumarfríinu! Við gátum ekki annað en farið í hálfgerða einangrun, um hríð. Takið svo vel eftir: ef þið lendið í því að fá þennan gest, ekki hlusta á leiðbeiningarnar á Hedrin brúsunum um að hafa þetta í hausnum í 1 klukkutíma! Nei, sofið með efnið í hausnum yfir nótt og notið amk. 3svar sinnum á einni viku. Ekki heldur hlusta á þetta spjall um að ekki þurfi að kemba. Það þarf víst að gera það, þó ekki sé nema til að fylgjast með framgangi mála og hvort efnið sé ekki örugglega að virka. Ég er afar óánægð með dreifingaraðila Hedrin á Íslandi fyrir að vera með leiðbeiningar sem dagsettar eru að mig minnir 2009, og tala um 1 klst, á meðan bresk vefsíða uppfærði leiðbeiningar 2011 og segir að efnið skuli vera í hárinu yfir nótt. Er dreifingaraðilinn hér bara að reyna að græða á fólkinu sem verður að kaupa meira þegar þetta virkar ekki sem skyldi? Ég bara spyr.

Vikuna fyrir verslunarmannahelgi höfðum við svo unnið bug á þessum leiðindum – arg!!!! vona að ég lendi aldrei, aldrei aftur í þessu – og drifum okkur norður á Strandir þar sem við vorum framyfir verslunarmannahelgi. Aftur fengum við blíðuveður allan tímann. Nú var fjölmennt á Steinstúni þar sem pabbi hafði skellt sér aftur norður, og Arnar bróðir og fjölskylda voru á svæðinu líka. Bara gaman, og stuð hjá börnunum, sem minnkaði ekki við að fá Gísla bró og fjölskyldu á tjaldstæðið við Njálsstaði. Sjálf skellti ég mér á ballið – ásamt fleirum – á laugardagskvöldið. Það var mjög skemmtilegt en fulltroðið. Aftur tók Diddú lagið, en Högna vantaði í þetta sinn, mágkonum mínum til mikillar armæðu ;).

Þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi fórum við svo aftur suður. Ég hefði alveg viljað vera lengur sko. Hér eru nokkrar myndir frá dvölinni:

Ahhh! Sumarið yndislega og sveitin mín í allri sinni dýrð.

Ég fór í berjamó og tók nokkrar myndir uppi í fjalli, þetta er ein þeirra.

Davíð Ingi að leika sér á tjaldstæðinu þar sem Gísli og fjölskylda héldu til, neðan við Njálsstaði.

Jóhanna og Ágúst Freyr skjóta af þyrlu, Lappi hleypur til svo hann geti gripið þetta :)

 

Fagurt útsýni og falleg stúlka. Júlíana og krakkarnir voru í fótbolta á Njálsstaðatúninu.

Börnin leika sér: Kristinn Hallur, Selma Margrét, Jóhanna og Davíð Ingi.

Elsa Rut á leið á ball.

Edda og Steinunn voru í stuði á ballinu

Jóhanna með Lappa vini sínum

Einn daginn skruppum við í minjasafnið Kört og spjölluðum við Valgeir og Hrefnu. Svo fékk Jóhanna sér nesti fyrir utan.

Við Kört var nýlega reistur einskonar upplýsingaminnisvarði um Fjalla-Eyvind og Höllu, sem héldu til í Drangavík einn vetur. Enski textinn er þýðing eftir mig og ef grannt er skoðað sést nafnið mitt líka þarna neðst fyrir miðju.

Frændsystkinin Jóhanna og Ágúst Freyr voru oftast voða góð saman.

Jóhanna var mjög dugleg að dunda sér við að drullumalla úti við sandkassa. Hér er hún í essinu sínu (og vestinu sem ég prjónaði á hana).

Strax daginn eftir að við komum aftur suður byrjaði svo Jóhanna í aðlögun á nýja leikskólanum, Sólbrekku á Seltjarnarnesi. Það gekk voða vel og hún var spennt að byrja. Auðvitað hafa svo komið bakslagskaflar og hún sagst ekki vilja fara í leikskólann, en hún er samt oftast jákvæð fyrir þessu öllu saman. Enda sýnist mér á öllu að þarna fari fram þrusugott starf og krakkarnir í góðum höndum. Hér er hún að morgni fyrsta dagsins, afar spennt að byrja:

Davíð Ingi er líka sáttur með nýja skólann sinn, en er þó bara búinn að vera tvo daga þar þegar þetta er skrifað. Hann hefur hinsvegar verið mjög erfiður í skapi á köflum, og upp komið taktar sem voru áberandi eftir að við fluttum síðast; mikil skapofsaköst, hortugheit og þvermóðska, sem beinist fyrst og fremst að okkur foreldrunum, sem hann er greinilega reiður út í fyrir að flytja. Af þessum sökum hefur stundum verið hálfgert hernaðarástand á heimilinu (því systir hans hefur svo apað eftir honum stælana), en ég vona að þetta sé að lagast núna. Hann hefur allavega verið sáttari núna allra síðustu daga.

Einn lærdóm dreg ég þó af þessu: ekki flytja aftur, nema þá í annað hús í sama sveitarfélagi!

Nú er Davíð Ingi búinn að eiga 8 ára afmæli og vorum við svo heppin að fá góða gesti þann dag í heimsókn: Eika mág minn og fjölskyldu hans ásamt elskulegri tengdamóður minni. Það var auðvitað slegið upp veislu í tilefni dagsins:

Afmælisbarnið undirbýr sig fyrir að blása á kertin.

Svona á að gera þetta!

Hér eru allir sem sátu að þessu veisluborði nema ég: Már, Jóhanna, Davíð Ingi, Guðrún tengdamamma, Eiki, Eva, Einar og Gunnar.

Davíð útbjó að sjálfsögðu óskalista fyrir afmælið. NB. hann er enn í gildi fyrir þá sem koma í fjölskyldu- og vinaboðið sem haldið verður á næstu vikum fyrir bæði börnin;). Davíð er að vísu búinn að fá galdradót, syrpur og jójó :).

Óskalisti Davíðs Inga fyrir 8 ára afmælið

Dagarnir hafa svo liðið við allskonar leik og störf, og ég byrjaði sjálf í vinnunni fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Nú gegni ég því virðulega starfi “greinarformaður í ensku” við HÍ og hef alveg nóg að gera í því, auk þess sem ég þarf að undirbúa kennslu annarinnar (skoskar bókmenntir) og sinna öðru kennslu- og rannsóknatengdu. Ég var t.d. á ráðstefnu í lok síðustu viku þar sem ég hélt erindi, og plana að fara á enn eina ráðstefnuna í London í nóvember. Alltaf nóg að gera.

Einn daginn dunduðu börnin sér við að lita fána frá ýmsum löndum á blað. Einbeitingin leynir sér ekki hjá Jóhönnu, en það að reka út úr sér tunguna tilheyrir í minni ætt þegar verið er að glíma við svona nákvæmnisverk.

Þekkið þið fánana?

Einn daginn kom vinkona Jóhönnu úr Vogunum, Stefanía Ásdís, í heimsókn. Hér eru þær stöllur að elda einhverjar kræsingar.

Við héldum líka upp á afmælið hans Davíðs Inga fyrir vinina úr Vogunum. Það var mikið fjör, eins og venjulega í strákaafmælum.

Fataleikurinn sló rækilega í gegn og Davíð Ingi dró alltof stóra skyrtu og bleikan bol af mér, sem hann klæðist hér.

Björn Hermann var svo heppinn að draga brjóstahaldara. Hann tók þessu með jafnaðargeði og líka seinast í leiknum þegar hann dró hinn brjóstahaldarann; endaði þar með í tveimur brjóstahöldurum – þessum og öðrum bleikum blúnduhaldara – og þar að auki með eyrnaskjól :)

 

Jóhanna dró hinsvegar bara slæður, og var sæmilega sátt með það.

Fyrir nokkru komu svo Arnar og fjölskylda (nema Kristinn Hallur) í mat. Hér eru Jóhanna og Ágúst Freyr að borða eftirréttinn:

Á Menningarnótt flúðum við borgina og fórum á Fjölskyldudaginn í Vogum, þar sem veðrið lék við menn og dýr. Jóhanna og Davíð hittu vini sína og skemmtu sér með þeim og voru sæl með það. Hér er Jóhanna í svaka stuði í einum af mörgum hoppuköstulum sem voru á svæðinu:

Þá er nú loksins komið að lokum þessarar færslu – sem er á köflum aðallega myndasýning. Ég hef verið að vinna í henni í amk. 2-3 vikur; á tímabili komst ég alls ekki inn á stjórnborðið til að gera neitt. Ég vona bara að þið hafið haft gaman af :).

Góðar kveðjur,

Ingibjörg

Oh dear!

… another month – and more – has passed, and I haven’t yet written about my other trip abroad in May. I am clearly hopeless at this. Well, let it suffice to say this: it was for another conference, this time in Göttingen, Germany, on the theme “Crime Scotland”. I gave a paper on the Darnley murder and how it’s presented in historical fiction and film on Mary Queen of Scots. It was a highly enjoyable conference and it felt a bit like “coming home” as I was returning to the subject – of Scottish studies – that I was immersed in during my postgraduate years in Glasgow. I also met old friends that I hadn’t seen for a very long time, which was lovely. As you can imagine, may of the delegates gave papers on Scottish crime fiction, which left me wanting to go back to reading Ian Rankin and others. I actually only ever read one or two of Rankin’s books. I would have liked to read more, but after some years of reading crime fiction by various writers, Icelandic, Scandinavian and British, I sort of gave up on crime fiction. This really happened when I read the first of the Millenium series by Stieg Larsson. I liked it, indeed I was totally immersed in it and couldn’t stop reading, but somehow I had enough after that one. It was too long, too many things happening, took too long to get through. I actually started on the second in the series but decided against it and gave it up (and returned it to the library as it was on a very short loan). I just haven’t read a crime novel since then. It is probably that nowadays I don’t have time to read everything I had time for before. I have to choose my novels well.

Which brings me to the next point. I’ve read some very good novels this summer. When I went to France I picked up a copy of The Long Song by Andrea Levy in a charity shop and I read it all during that trip. I was totally entranced. It is a historical novel, set before and after the Emancipation Act of 1833, which freed slaves in Jamaica, and told from the perspective of a slave girl who is born on a slave plantation. A heavy and sensitive subject that is treated extremely well, and despite a comical tone it is laced with tragedy and pathos. As one reviewer puts it: “Levy’s novelistic defense against evil and injustice is her humane sense of comedy. In ‘The Long Song,’ she has painted a vivid and persuasive portrait of Jamaican slave society, a society that succeeded with bravery, style and strategic patience both to outsmart its oppressors and to plant the seeds of what is today a culture celebrated worldwide”  (http://www.nytimes.com/2010/05/09/books/review/Eberstadt-t.html). Also, for those who know the greatly acclaimed novel Wide Sargasso Sea by Jean Rhys, Levy’s novel provides a very interesting comparison. I highly recommend it!

My next read was the first installation of the Hunger Games trilogy. This I read during my trip to Germany, and enjoyed it immensely. Although this is in many ways a “light read”, I think it is worth every attention, since there is a clear and very serious (and disturbing) message in this dystopian story on the state of contemporary society and the way the world might be heading. It has flaws, such as weaknesses of plot (some unconvincing moments), but is overall very enjoyable and I can understand the popularity of the series. I’ve still got the other two to read but it won’t be long before I do that :).

I’m now just about finishing with another and earlier novel by Andrea Levy, Small Island (2004), which won the Orange Prize and the Whitbread Book of the Year Award. It is also a greatly enjoyable novel, though I found it harder to get into than Levy’s other novel discussed above. Small Island deals with the first Jamaican immigrants in Britain and is told from the perspectives of four people, two white Brits and two Jamaicans. It treats the subject of racial tensions, prejudice, class conflict and the effects of war brilliantly. 

I’ve got more titles waiting to be read. I think I’ll go for a short novel next, as Julian Barnes’ The Sense of an Ending is waiting at the top of the pile beside my bed. It won the last Booker and came out last year. Look forward to that – I always like short novels or novellas as they take little time. One such – and a brilliant one – is On Chesil Beach by Ian McEwan. Another one is the Icelandic novel Svar við bréfi Helgu by an old friend of mine, Bergsveinn Birgisson.

That’s all for now, folks. My next blog will no doubt be in Icelandic – apologies to my readers who don’t speak that language :) – and will probably be on the subject of holidays and family, hopefully with pictures.

Hope you enjoyed it & cheerio! 

 

A horrendously hectic but mostly enjoyable May – part 1

Yes indeed, quite some time has passed since my last entry here. Teaching is finished and I’ve even finished marking exams from the course I taught this term, on the historical novel. Finished also with research essays and BA dissertations, etc. It was a horrendously hectic month of May, but it was an enjoyable one nevertheless, with lots of different things happening.

Anyway, since my last blog I’ve been to mainland Europe and back again – twice. First, I went to a conference on Charles Dickens and Europe, which took place in Mulhouse, France, early in May. I was away for almost a week, since, as I had to fly through Gatwick, things got a little complicated… Iceland Express pulled a trick on me and cancelled the flight I’d initially booked, so I had to stay an extra night in Gatwick before flying on to France with Easy Jet. I was lucky and got a room in quite a nice family run guest house, called Gatwick Turret Guest House – highly recommended should you need to stay in Gatwick (see http://www.gatwickturret.com/) – where I arrived in the early afternoon.

Being Icelandic, I naturally opted for going into London to do some shopping in Oxford Street, particularly aiming for Primark to get cheap children’s clothes. And this I did – although I hate the crowds in London – after wandering around the main street of Horley (the little town where the guest house is situated) and having a look at second hand books in a charity shop, picking up The Long Song by Andrea Levy for a pound in there (more on that book later). After hours in Oxford Street (and overuse of my credit card) I got back to Horley and walked into an Indian restaurant there where I got a very personal service (there was hardly anyone in the restaurant) and lovely chicken korma with naan bread. Mmmm, I had almost forgotten the joys of Indian restaurants, and the popadoums that one can order for starters :).

The day after I flew to Basel with Easy Jet. All went smoothly and I was in Mulhouse by early evening. The hotel was lovely and I had a great meal in the hotel restaurant that night. The morning after I had some time to explore the city centre and to find the nearest H&M and C&A (at some peril to my Visa card) before heading out to the university for the start of the conference.

It was a highly enjoyable conference and I met many very interesting and charming people, some of these are what we call “Dickensians” and others, like me, work on Dickens alongside their main research interests. My paper was on Dickens’s historical fiction, arguing for the importance of France and the French Revolution as a means of sharpening Dickens’s social commentary and analysis. Won’t go into that in more detail here :)

The weather in France was amazing – blazing sun and over 30 degrees Celsius! indeed, it was too hot for me, and as the sun started to shine through the windows of the lecture room (in which the conference took place) in the afternoons, it proved to be a very hot conference also (no pun intended).

It had started to cool when I set off for home again. I spent one night in Basel before departing, though, and this proved to be quite an experience since I had for some reason – and blunder! – booked a hotel in the red light district! When I got there, I really did not like what I saw. Prostitutes lined the street outside the hotel. Entering the establishment, I was greeted with a very distinct smell – that of cigarette smoke. I braved on, however; after all, it was too late to cancel (they would charge my credit card anyway). After paying my room and taking a rather shaky lift up to the top floor, I came out into a corridor that, again, reeked of smoke. I had asked the girl in the “lobby” – there is actually nothing of this kind in the hotel – if my room wasn’t definitely non-smoking. Oh, yes, she said (in what little English she could manage). However, even though my room was clean enough, there was an ashtray on the table, and the smell was unmistakable. What with the seedy surroundings and the overall very dubious look of the place, I fled, and booked into another hotel sitting by the River Rhine. So, I ended up paying two hotel nights for just one nights stay! Never, never, book a hotel called Hotel White Horse in Basel. The other one I recommend, it is called Hotel Merian am Rhein (part of the Best Western chain) and is reasonably priced (website: http://www.hotel-merian.ch/de/index.php).

So much for my adventure on arriving in Basel! On a more positive note: In the morning before my flight, I visited the Kunstmuseum because I had heard of its Holbein collection – and someone told me it actually held a portrait of Henry VIII. Well, I was misinformed (no Henry VIII), but the collection was impressive all the same. I really liked Hans Holbein’s The Body of the Dead Christ in the Tomb, it really had a strong effect on me, much like the way Jonathan Jones outlines in this article: http://www.guardian.co.uk/artanddesign/jonathanjonesblog/2009/jun/17/holbein-dead-christ-jonathan-jones

I also contemplated Holbein’s portraits of Erasmus – naturally!

Now, this was my first conference trip in May. Stay tuned for the next, and cheerio for now!